Fjárlög 1997

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 18:53:21 (2664)

1996-12-20 18:53:21# 121. lþ. 53.11 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[18:53]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. 17. þm. Reykv. kom inn á nokkur atriði varðandi þá stefnumörkun sem fram kemur í athugasemdum fjárlagafrv. og spyr um afstöðu Framsfl. til hennar. Ég vil svara í því sambandi að frv. er vissulega lagt fram af fjmrh. Það er frv. ríkisstjórnarinnar og framlagning þess hefur verið samþykkt í stjórnarflokkunum. Hins vegar er sú greinargerð sem fylgir frv. og orðalag hennar á ábyrgð fjmrn. Markaðsvæðing almannaþjónustu, arðsemiskröfur til ríkisfyrirtækja. Það er minn skilningur á þessu að þarna sé átt við ríkisfyrirtæki sem eru í rekstri eins og t.d. bankarnir. Ekki sé átt þarna við skóla eða heilbrigðisþjónustu sérstaklega. Og starfsmannastefna ríkisins hefur komið fram í þeim frv. sem flutt hafa verið um þau mál og ég ætla ekki að fara, og allra síst í andsvari, að rekja. 6. greinar heimildin, sú heimild sem hv. þm. nefndi, hefur verið þrengd og einmitt til þess að hún komi til kasta þingnefndar og þá væntanlega til umræðu í Alþingi, það er a.m.k. minn skilningur, ef hún kæmi til fjárln.