Fjárlög 1997

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 19:39:57 (2672)

1996-12-20 19:39:57# 121. lþ. 53.11 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[19:39]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Þegar þetta markmið var sett í fjárlögunum í haust skipaði heilbrrn. nefnd til að kanna leiðir að því markmiði að spara 160 millj. kr. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hyggilegt að reyna að ná þessum sparnaði á einu ári. Þær niðurstöður voru kynntar fyrir fjárln. Það hefur komið í ljós hér í umræðum að það ríkir ánægja með niðurstöðuna. Þetta mál er ekkert til lykta leitt. Það fer verkefnisstjórn í þetta verk og hún mun skila áliti um hvernig hægt er að ná þessum sparnaði. Ég held að það sé hægt að spara og hagræða en ég vil ekkert segja um það á þessu stigi málsins eða fara að halda langar ræður um hvernig það verður gert. Vafalaust koma þau mál bæði til kasta heilbr.- og trn. og fjárln. áður en lýkur. Þetta er ferill sem er að fara í gang með skynsamlegum hætti eins og tekið er undir í umræðunni. Þá skiptir mestu máli að leiða þetta mál til farsælla lykta.