Samningar um veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum 1997

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 19:51:20 (2676)

1996-12-20 19:51:20# 121. lþ. 53.10 fundur 248. mál: #A samningar um veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum 1997# þál., utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[19:51]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég ætla ekki að ræða þetta mál efnislega. Ég hef þegar gert það við fyrri umr. Ég vildi aðeins þakka hv. utanrmn. fyrir skjóta afgreiðslu og jafnframt hv. sjútvn. Ég tel mjög mikilvægt að þessi samningur hefur verið afgreiddur frá Alþingi áður en veiðar hefjast á komandi ári. Ég tel að það sýni, þrátt fyrir mismunandi skoðanir um þennan samning, að við getum afgreitt slík mál eðlilega og á stuttum tíma. Ég tel mikla ástæðu til þess að þakka sérstaklega fyrir góða vinnu í sambandi við meðferð þessa máls á þeim tíma þegar mest er að gera á Alþingi og tel að það sé til mikils sóma fyrir nefndirnar hvernig þær hafa staðið að verki. Ekki síst vil ég þakka stjórnarandstöðunni fyrir að greiða fyrir því að málið nái hér fram.