Lok þinghalds fyrir jólahlé

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 21:18:50 (2681)

1996-12-20 21:18:50# 121. lþ. 54.95 fundur 158#B lok þinghalds fyrir jólahlé# (aths. um störf þingsins), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur

[21:18]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég þykist fara mjög nákvæmlega með um hvað við sömdum á sínum tíma. Og hafi menn síðan rætt um kröfur um frekari frávik frá þeirri samningagerð, þá kemur mér það auðvitað á óvart. Mér er hins vegar kunnugt um að þrátt fyrir þau mál sem lágu fyrir hefur engu að síður einu máli þegar verið frestað, frv. til laga um lax- og silungsveiði, sem ég hafði gert ráð fyrir að yrði afgreitt. Þannig að ég kann ekki heldur við það, hv. þm., að málum sé þannig hagað að það sé hægt að taka upp mál með nýjum hætti og krefjast nýrra samninga. Það kann ég heldur ekki við. Og það er mjög áríðandi að menn geti talað saman af fyllstu einlægni og að orð standi.