Almannatryggingar og lyfjalög

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 23:07:43 (2710)

1996-12-20 23:07:43# 121. lþ. 54.4 fundur 250. mál: #A almannatryggingar og lyfjalög# (kaup á vörum og þjónustu, lyfjaverðsnefnd) frv. 153/1996, fjmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur

[23:07]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson):

Virðulegi forseti. Í fjárlagafrv. er gert ráð fyrir því að bætur hækki um 2% eða sem nemur verðlagshækkunum. Á þessari stundu er ekki hægt að sjá fyrir um launabreytingar á næsta ári. Því hefur margoft verið lýst yfir í umræðum hér á hinu háa Alþingi að þessar bætur verða til endurskoðunar þegar kjarasamningar hafa verið gerðir. Þar af leiðandi er ekki hægt að segja á þessari stundu hverjar þær breytingar verða. Ég segi nei.