1996-12-21 00:18:17# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[24:18]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég styð þessa tillögu um 100 millj. kr. hækkun til sjúkrahúsa með fjölþætta starfsemi og vona að hún komi til góða. Því er þó ekki að neita að ég hef ákveðinn fyrirvara við þennan stuðning. Þessa fjárveitingu á að nota til að greiða fyrir frekari hagræðingu í rekstri sjúkrahúsanna í Reykjavík en þau hafa mátt sæta niðurskurði á niðurskurð ofan á síðustu árum svo stappað hefur nærri ofsóknum. Afleiðingarnar eru verri þjónusta, öryggisleysi sjúkra, lenging biðlista eftir aðgerðum og aukið álag á starfsfólk sjúkrahúsa og aðstandendur sjúklinga. Stuðningur minn er því með fyrirvara um aðferðir við ráðstöfun þessa fjár.