1996-12-21 00:24:11# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[24:24]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Þessi liður lýtur einmitt að hugmyndum um niðurskurð upp á 160 millj. kr. hjá sjúkrahúsum með fjölþætta starfsemi, sem fór náttúrlega í vaskinn eins og búið var að spá hér. Eftir stendur að það er tekið úr hagræðingarlið 105 millj. kr. og á að færa 60 millj. yfir til þessara sjúkrahúsa sem á síðan að endurgreiða þegar komnar verða fram einhverjar tillögur sem ekki hefur verið gerð nein grein fyrir. Þetta atriði og þessar hugmyndir hafa skapað mikinn óróa og mikla óvissu hjá sjúkrahúsunum sem um er að ræða á landsbyggðinni. Það er reyndar mjög slæmt af stjórnvöldum að vera með svona fálm. Það verður að vera einhver ákveðin aðgerð sem menn eiga að grípa til. Hún verður að vera staðreynd og vissa þarf að vera fyrir því að það sé hægt að gera þetta. Ég sit hjá.