1996-12-21 00:30:19# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[24:30]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Þessar breytingar þýða að ekki verður sett fé í vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu eins og gert er ráð fyrir í vegáætlun sem Alþingi hefur samþykkt. Það þýðir að arðsömum framkvæmdum verður að fresta svo sem vegagerðinni í Ártúnsbrekku, þ.e. breikkun Miklubrautar frá Höfðabakka að Skeiðarvogi, breikkun Reykjanesbrautar og vinnu við Vesturlandsveg í Mosfellsbæ. Niðurskurður til vegamála lendir nánast allur á höfuðborgarsvæðinu. Þar var skilið við verk hálfunnið í haust sem var átalið vegna umferðaröryggis. Ég mótmæli þessum niðurskurði á þjóðhagslega nauðsynlegum framkvæmdum og vara við afleiðingum hans sem er aukin slysahætta í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu. Ég segi nei.