1996-12-21 00:31:16# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[24:31]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Fyrirhuguð ráðstöfun vegafjár sem felur í sér stórfelldan niðurskurð framlaga til bráðnauðsynlegra, jafnvel lífsnauðsynlegra framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu er ekki studd þeim rökum sem ég get fallist á. Engra þensluáhrifa er tekið að gæta í nýlegum útboðum á höfuðborgarsvæðinu og atvinnustig er svipað og undanfarin ár. Það er með ólíkindum að menn skuli gripnir fáti og fumi þegar útlit er fyrir aukna atvinnu og telja ástæðu til að bregðast svo hart við slíkum ósköpum. Áhrif framkvæmda vegna hugsanlegs álvers geta hæglega rúmast innan efnahagsrammans og þær framkvæmdir sem meiri hluti Alþingis vill skera niður og fresta hafa ekki afgerandi áhrif í því efni. Ég segi nei.