1996-12-21 00:37:45# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[24:37]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Í þessari tillögu er lýst fyrirætlan stjórnarflokkanna að skerða vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega umfram almenna skerðingu á landsvísu um rúmlega 200 millj. kr. Ég tel ekki efni til þessara sérstöku aðgerða gagnvart vegaframkvæmdum á þessu svæði. Auk þess sem fjárhæðin er það lítil að hún breytir engu sem mótvægisaðgerð við hugsanlega þenslu. Ég tel því ekki eðlilegt og rétt að styðja þennan niðurskurð. Jafnvel þó að eðlilegt sé að greiða niður skuldir vegna ferju- og flóabáta eiga menn ekki að afla fjár til þess með því að skerða framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega í því skyni.