1996-12-21 00:43:21# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[24:43]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég kallaði þessa tillögu til baka við 2. umr. Síðan hafa bæst við tveir flm. frá sitt hvorum þingflokki, hv. þm. Össur Skarphéðinsson og hv. þm. Kristín Halldórsdóttir. Tillagan gerir ráð fyrir að haldið verði áfram undirbúningi að Náttúruhúsi í Reykjavík, nútímalegu náttúruminjasafni, og sá undirbúningur fór fram að nokkru, var hafinn á árunum 1990--1992 með góðu samkomulagi Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar ásamt ríkinu. Ég tel að mikil og brýn þörf sé á því að koma upp slíku safni á aðalþéttbýlissvæði landsins og hef því flutt þessa tillögu ásamt öðrum og hvet þá, sem ekki sjá sér fært að styðja hana nú, til að athuga málið með jákvæðum hætti fyrir næstu fjárlagagerð.