1996-12-21 00:45:10# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[24:45]

Vilhjálmur Egilsson:

Hæstv. forseti. Þessi tillaga er fyrst og fremst lögð fram í því ljósi að kostnaður af refaveiðum leggst mjög misjafnlega á einstök sveitarfélög. Efh.- og viðskn. afgreiddi brtt. um málið en hefði aldrei gert það miðað við þá niðurstöðu sem liggur fyrir frá meiri hluta fjárln. Hverjar þúsund krónur á íbúa í litlu sveitarfélagi samsvara 100 millj. kr. í Reykjavík. Með tillögu meiri hluta fjárln. er verið að velta meiri kostnaði yfir á lítil sveitarfélög en þessi tala gerir ráð fyrir. Þetta gengur ekki upp.

Ég hef hingað til ekki verið tilætlunarsamur um ríkisútgjöld. Mér er hins vegar mikil alvara í þessu máli og ég mun taka sérstaklega eftir því hvernig ráðherrabekkurinn greiðir atkvæði um þessa tillögu.