1996-12-21 00:57:18# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., GE (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[24:57]

Gísli S. Einarsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því að stjórnarflokkarnir eru að nota 6. gr. fjárlaga til að afla sér heimildar Alþingis til að ráðskast með mjög stór mál í mörgum tilvikum, sem réttara væri að mínu mati að fengju eðlilega þinglega meðferð í formi frumvarpa. Ég tel að um sé að ræða viðamikil mál og kostnaðarsöm sem nauðsynlegt er að ræða á hinu háa Alþingi. Ég tel að hið háa Alþingi verði að gæta að sjálfstæði sínu gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það er mjög vafasamt að taka slíkar ákvarðanir í gegnum 6. gr. fjárlaga þar sem m.a. er verið að skuldbinda ríkissjóð til lengri tíma en sem nemur fjárlagaárinu. Ég óska síðan, herra forseti, eftir sératkvæðagreiðslu um ýmis mál.