1996-12-21 01:08:30# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[25:08]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Þegar rætt var um að breyta Sementsverksmiðjunni í hlutafélag þá vöruðu menn einmitt sérstaklega við þessari aðferð sem hér er verið að taka upp --- að selja hlut í verksmiðjunni með heimildarákvæði á 6. gr. fjárlaga. Og ég man eftir því að talsmenn Framsfl. í þeim umræðum vöruðu alveg sérstaklega við því að 6. gr. fjárlaga yrði notuð með þessum hætti. Ég tel að það sé algerlega óeðlilegt að nota 6. gr. og misnota til þess að selja á þennan hátt eigur þjóðarinnar, auk þess sem engin rök hafa verið flutt fyrir nauðsyn þess að selja þennan hlut í Sementsverksmiðjunni. Ég segi nei, herra forseti.