1996-12-21 01:26:37# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[25:26]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Sú niðurstaða sem hér er verið að lögfesta byggir að mínu mati á röngum forsendum. Tekjuhliðin er augljóslega verulega vanáætluð og takist mönnum að hafa hemil á útgjaldaþenslu umfram óhjákvæmilegar leiðréttingar er það mín skoðun að afgangur verði meiri en hér er sýnt. Það er út af fyrir sig gott og ég er sammála því markmiði að reka beri ríkissjóð með afgangi. Ég er hins vegar ekki sammála áherslum meiri hlutans og forgangsröðun við gerð fjárlaganna. Hér vantar metnaðarfulla framtíðarsýn sem byggja þarf á eflingu, nýsköpun í menntun og rannsóknum og skilning skortir á aðstæðum sjúkra og aldraðra. Þau lífsgildi, það verðmætamat sem Kvennalistinn byggir á er ekki haft í hávegum sem þeim ber. Þessi fjárlög eru á ábyrgð stjórnarflokkanna og ég sit hjá við þessa afgreiðslu.