Búnaðargjald

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 14:49:49 (6620)

1997-05-15 14:49:49# 121. lþ. 127.5 fundur 478. mál: #A búnaðargjald# (heildarlög) frv., Frsm. meiri hluta GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[14:49]

Frsm. meiri hluta landbn. (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ekki hleypur hv. þm. Ágúst Einarsson upp til þess að verja mig þegar ég fær svo stórar setningar að ég gangi um með sprungið á báðum. En allt í lagi með það.

Það er rétt hjá hv. þm. Agli Jónssyni að búnaðarþing lauk ekki umfjöllun sinni um þetta mál. Það var ekki lengra komið á þeim tíma. En ég gat um það síðar að stjórn Bændasamtakanna, stjórnir allra búgreinafélaganna, og síðan mikil ferðalög forustumanna Bændasamtakanna á aðalfundi búnaðarsambanda hafa náð þeim árangri að menn hafa getað útskýrt þetta mál og þróað það og náð um það þeirri samtöðu sem skiptir máli þannig að ég sætti mig við þá niðurstöðu. Ég ítreka enn og aftur það sem ég sagði hvað loðdýrabændur varðar að ég er þeirrar skoðunar að þeir sem ekki njóta þjónustu Framleiðsluráðsins fái það til þjónustu sinnar á einhvern hátt. Ég hygg að það muni líka vera verklagsregla í Bændahöllinni að þannig sé það að menn séu ekki að taka fé af þeim sem ekki njóta þjónustunnar. Ég trúi því, eftir að hafa rætt við þá og það kom líka fram á fundi landbn., að þannig gæti þetta verið.

Ég ætla ekki að eyða hér fleiri orðum í þetta mál. Við hv. þm. Egill Jónsson höfum fyrr skipst á skoðunum og oft kólnað okkar á milli stutta stund. Þetta er eins og gerist í góðu hjónabandi að menn verða stundum að skerpa á vinuáttu sinni og þora að takast á með málefnalegum rökum.