Ferill 143. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 143 . mál.


291. Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin fékk frumvarpið aftur til umfjöllunar að lokinni 2. umræðu.
    Meiri hlutinn leggur til að gerðar verði þrjár breytingar á frumvarpinu. Í fyrsta lagi er lagt til að gerð verði smávægileg orðalagsbreyting á lokamálslið 3. gr., til að gera ákvæðið skýrara. Í öðru lagi er lagt til að bráðabirgðaákvæðið verði tengt við lokamálsgrein 2. gr. (verður 5. gr. laganna) um tölvuskráningu. Loks er lagt til að við bætist gildistökuákvæði sem vantaði í frumvarpið.

Alþingi, 10. des. 1996.



Vilhjálmur Egilsson,

Valgerður Sverrisdóttir.

Pétur H. Blöndal.


form., frsm.



Einar Oddur Kristjánsson.

Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Kristján Pálsson.