Ferill 24. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 24 . mál.


327. Breytingartillögur



við frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1997.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, GMS, SP, EOK, VS, PHB).



    Við 1. gr. Í stað „12.000“ komi: 11.800.
    Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað „6.183“ komi: 5.983.
         
    
    Í stað „3.970“ í 1. tölul. komi: 3.800.
         
    
    Í stað „1.950“ í 3. tölul. komi: 1.420.
         
    
    Við bætist nýr töluliður er orðist svo: Iðnaðarsvæðisins á Grundartanga, allt að 500 m.kr.
    Við 4. gr. Í stað „4.800“ í 1. tölul. komi: 9.000.
    Á eftir 4. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að ábyrgjast með sjálfskuldarábyrgð lántöku eftirtalinna aðila:
        1.    Hafnarsjóð Grundartangahafnar, allt að 200 m.kr. vegna framkvæmda við Grundartanga.
        2.    Hita- og vatnsveitu Akureyrar, allt að 2.100 m.kr. til skuldbreytingar eldri lána.
        3.    Lyfjabúðar Háskóla Íslands, allt að 35 m.kr. til endurbóta á fasteigninni Austurstræti 16.
    Á eftir 10. gr. (er verði 11. gr.) komi ný grein er orðist svo:
                  Fjármálaráðherra er heimilt að ábyrgjast mögulega skaðabótakröfu vegna notkunar lyfsins Thalidomide.