Ferill 73. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 73 . mál.


380. Breytingartillögur



við frv. til l. um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.

Frá meiri hluta iðnaðarnefndar (StG, GuðjG, ÁRÁ, SAÞ, HjÁ, PHB).



    Við 2. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Ákvæði laga þessara ná til virkja og raffanga í landi, en ekki til eigin virkja farartækja, svo sem skipa, flugvéla og bifreiða.
    Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Við bætist ný málsgrein er verði 3. mgr., svohljóðandi:
                        Einkarafstöð: Rafstöð í einkaeign sem er staðbundin og framleiðir rafmagn fyrir neysluveitu og fær ekki rafmagn frá rafveitu.
         
    
    Í stað orðanna „ Innra eftirlit“ í 3. mgr. komi: Innri öryggisstjórnun.
         
    
    Í stað orðanna „ Innra eftirlitskerfi“ og „kröfum“ í 4. mgr. komi: Innri öryggisstjórnunarkerfi, og: öryggiskröfum.
         
    
    Í stað orðanna „neysluveitur og rafföng“ í 12. mgr. ( Virki) komi: og neysluveitur.
    Við 4. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Raforkuvirki, neysluveitur og rafföng mega ekki hafa í för með sér hættu á tjóni á eignum manna eða hættu á truflunum á starfrækslu rafmagnsbúnaðar sem fyrir er. Sé unnt að afstýra því með öryggisráðstöfunum skulu þær gerðar á kostnað eiganda hins nýja búnaðar. Þó má skylda eiganda eldri búnaðarins til að bera nokkurn hluta kostnaðarins ef framkvæmd öryggisráðstafana er til verulegra hagsbóta fyrir starfrækslu búnaðarins framvegis. Svo má og ákveða að eigandi eldri búnaðarins skuli kosta að nokkru eða öllu leyti öryggisráðstafanir sem framvegis verða hluti af búnaði hans og hans eign ef þær eru nauðsynlegar sökum þess að eldri búnaðurinn hefur verið ófullkomnari eða miður tryggur en venja er til eða krafist er um nýjan búnað á þeim tíma þegar ráðstafanir koma til framkvæmda.
    Við 5. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 2. mgr.:
         
    
    Í stað orðanna „innra eftirlitskerfi“ í 1. málsl. og „innra eftirliti“ í 2. málsl. komi: innra öryggisstjórnunarkerfi og: innri öryggisstjórnun.
         
    
    Lokamálsliður málsgreinarinnar falli brott.
    Síðari málsliður 7. gr. falli brott.
    Við 8. gr. Í stað orðsins „skoðunarstofa“ í síðari málslið 1. mgr. komi: rafskoðunarstofa.
    Við 9. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 1. mgr.:
         
    
    Í stað orðanna „innra eftirlitskerfi“ í 2. og 4. tölul. komi: innra öryggisstjórnunarkerfi.
         
    
    5. tölul. orðist svo: að skoða rafföng og raforkuvirki á markaði.
    Við 10. gr. Í stað orðanna „og innflytjendur“ í síðari málslið komi: innflytjendur og seljendur.
    Við 11. gr.
         
    
    Í stað orðanna „tilteknum virkjum“ í 2. mgr. og „tiltekin virki“ í 3. og 4. mgr. komi: rafmagnsbúnaði, og: rafmagnsbúnaður.
         
    
    Í stað orðanna „sölu þeirra“ í 4. mgr. komi: sölu hans.
    Við 13. gr.
         
    
    Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt setur ráðherra nánari ákvæði um framkvæmd laganna.
         
    
    Á eftir 6. tölul. 2. mgr. komi tveir nýir töluliðir er orðist svo:
                  7.    innra öryggisstjórnunarkerfi og viðurkenningu Löggildingarstofu á því, svo og um skyldur ábyrgðarmanna, sbr. 5. gr.;
                  8.    tíðni, umfang og framkvæmd skoðana sem skulu vera í samræmi við þá hættu sem stafar af gerð raforkuvirkis, neysluveitu eða raffangs, sbr. 7. gr.
         
    
    Orðin „til almennings“ í 9. tölul. 2. mgr. falli brott.
         
    
    11. tölul. 2. mgr. orðist svo: heimildir Löggildingarstofu til að setja nánari reglur um tæknilega útfærslu á gerð, tilhögun, eftirliti og starfrækslu raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, svo og á skoðunaraðferðum rafskoðunarstofa og rafverktaka.
         
    
    3. mgr. orðist svo:
                            Í reglugerð er ráðherra heimilt að setja ákvæði um raforkuvirki eða rafföng sem falla ekki undir ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, þar með taldar bókanir hans og viðauka.
    Við 14. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 1. mgr.:
         
    
    Við lokamálslið 1. tölul. og síðari málsgrein 4. tölul. bætist: svo og til annarra iðjuvera sem undanþegin kunna að verða með lögum.
         
    
    Í stað orðanna „innra eftirliti“ í 2. og 6. tölul. komi: innri öryggisstjórnun.
         
    
    Orðin „og virkjum skipa“ í 2. mgr. 3. tölul. falli brott.
         
    
    Á eftir orðunum „í rekstri“ í 1. mgr. 4. tölul. komi: og þrátt fyrir ákvæði annarra laga um rafveitur.
    15. gr. falli brott.
    Á eftir orðinu „andstætt“ í 17. gr. komi: ákvæðum laga þessara, reglugerða og.