Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 1 . mál.


428. Breytingartillaga


við frv. til fjárlaga fyrir árið 1997.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.


Þús. kr.

    Við 4. gr. 14-221 Hollustuvernd ríkisins. Nýr liður:
    102 Verkefni vegna EES-samnings, reglugerðir og eftirlit     
12.000


Greinargerð.

    Fyrir liggur í svari umhverfisráðherra á þskj. 106 (46. mál) frá í haust og í skriflegri greinargerð Hermanns Sveinbjörnssonar framkvæmdastjóra Hollustuverndar til umhverfisnefndar frá 13. nóvember sl. að ýmsir mikilvægir þættir sem Hollustuvernd er lögum samkvæmt gert að sinna verða áfram út undan og vanræktir sökum fjárskorts. Þetta á m.a. við um fjölmörg verkefni sem eru til komin vegna aðildar Íslands að EES-samningi og hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ítrekað gert athugasemdir við framkvæmd mála er varða hollustuvernd hér á landi. Þannig hafa t.d. verið gerðar athugasemdir við 18 gerðir á eiturefnasviði.