Ferill 24. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 24 . mál.


457. Framhaldsnefndarálit



um frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1997.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur tekið málið aftur til umfjöllunar að lokinni 2. umræðu og leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldum

BREYTINGUM:



    Við 1. gr. Í stað „11.800“ í 1. gr. komi: 12.500.
    Á eftir 12. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að gefa út að nýju viðbót inn í eldri flokka spariskírteina ríkissjóðs sem ekki eru komnir á gjalddaga í þeim tilgangi að stækka slíka flokka og gera þá markaðshæfari. Skilmálar og kjör hlutdeildarskírteina (spariskírteina) slíkra viðbóta við eldri flokka skulu vera hin sömu og að breyttu breytanda, þ.e. útgáfudagur, fyrsti vaxtadagur, vextir, verðtryggingarákvæði, gjalddagi og þess háttar.

    Í 1. tölul. er lagt til að heildarlántökuheimild fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hækki um 700 millj. kr. Tillagan er í samræmi við afgreiðslu á A-hluta fjárlaga. Í 2. tölul. er lagt til að fjármálaráðherra verði veitt heimild til að gefa viðbætur við eldri flokka spariskírteina. Er það sams konar ákvæði og er í lánsfjárlögum ársins 1996.

Alþingi, 19. des. 1996.



Vilhjálmur Egilsson,

Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Pétur H. Blöndal.


form., frsm.



Valgerður Sverrisdóttir.

Einar Oddur Kristjánsson.

Árni R. Árnason.