Ferill 237. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 237 . mál.


808. Breytingartillögur



við frv. til l. um Tryggingasjóð einyrkja.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar (SF, PHB, MS, EKG, ArnbS).

    Við 1. gr.
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Stofnaður skal sjóður sem ber heitið Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga.
         
    
    Í stað orðanna „og smábátaeigendur“ í 3. mgr. komi: smábátaeigendur og aðrar starfsgreinar sjálfstætt starfandi einstaklinga.
         
    
    Á eftir 3. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Sjóðurinn starfar í deildum samkvæmt reglum sem ráðherra setur. Í þeim komi meðal annars fram sá lágmarksfjöldi einstaklinga sem til þarf svo unnt sé að stofna deild.
    Við 2. gr.
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Félagsmálaráðherra skipar stjórn Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga til fjögurra ára í senn. Bændasamtök Íslands, Landssamband smábátaeigenda, Landssamband vörubifreiðastjóra, fjármálaráðuneyti og önnur starfsgreinasamtök sem öðlast aðild að sjóðnum skulu tilnefna einn stjórnarmann hver og einn til vara, þó þannig að séu fleiri en ein starfsgreinasamtök í sömu deild sjóðsins skulu þau sameiginlega tilnefna einn stjórnarmann. Félagsmálaráðherra skipar formann án tilnefningar og varaformann úr hópi aðalmanna.
         
    
    4.–6. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „Tryggingasjóð einyrkja“ í 7. mgr. komi: sjóðnum.
         
    
    Orðin „þar með talið útborgun bóta“ í 8. mgr. falli brott.
         
    
    9. mgr. falli brott.
         
    
    Orðið „ráðstöfunarfé“ í fyrirsögn falli brott.
    Við 3. gr. Greinin orðist svo:
                  Sjóðfélagar samkvæmt lögum þessum eru:    
                   
    Bændur: Þeir sem stunda búrekstur í atvinnuskyni. Undir búrekstur fellur hvers konar búfjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt sem stunduð er til tekjuöflunar, svo og eldi og veiðar vatnafiska, nýting hlunninda og þjónusta á lögbýlum er nýtir gæði jarðar eða aðra framleiðslu landbúnaðar í framangreindum tilgangi.
                   
    Smábátaeigendur: Útgerðaraðilar smábáta undir 10 brúttótonnum sem hafa leyfi til að veiða í atvinnuskyni.
                   
    Vörubifreiðastjórar: Þeir sem stunda leiguakstur eigin vörubifreiðar samkvæmt lögum um leigubifreiðar.
                   
    Aðrar starfsgreinar sjálfstætt starfandi einstaklinga sem gerast aðilar að sjóðnum samkvæmt nánari skilgreiningu í reglugerð sem ráðherra setur.

Prentað upp.

    Við 4. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 1. mgr.:
         
    
    Í stað orðanna „18 ára“ í 1. tölul. komi: 16 ára.
         
    
    Í stað orðanna „hætt rekstri“ í 2. tölul. komi: stöðvað rekstur.
         
    
    1. málsl. 5. tölul. orðist svo: Hafa á síðustu tólf mánuðum áður en þeir stöðvuðu rekstur eða urðu atvinnulausir staðið mánaðarlega í skilum með greiðslu tryggingagjalds og staðgreiðsluskatts af reiknuðu endurgjaldi í a.m.k. þrjá mánuði áður en rekstur stöðvaðist, en hlutfallslega lengur hafi tekjur af rekstri verið lægri en viðmiðun reiknaðs endurgjalds í hlutaðeigandi starfsgrein samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra.
         
    
    Lokamálsliður 5. tölul. falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „tvær vikur“ í 6. tölul. komi: þrjá daga.
         
    
    7. tölul. orðist svo: Eru reiðubúnir að ráða sig til allra almennra starfa eða hefja sjálfstæðan rekstur.
    Við 5. gr.
         
    
    1. tölul. 1. mgr. orðist svo: Ef hann hefur stöðvað rekstur.
         
    
    Í stað orðanna „Tryggingasjóðs einyrkja“ í 2. mgr. komi: sjóðsins.
         
    
    Í stað orðanna „lok rekstrar“ í 2. mgr. komi: stöðvun rekstrar.
    Við 6. gr.
         
    
    Orðin „svo sem veikindum barns eða maka eða vegna umönnunar aldraðs foreldris“ í 1. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „í allt að sex mánuði“ í 2. mgr. komi: meðan á töku fæðingarorlofs stendur.
    Við 7. gr. Á eftir orðinu „trúnaðarlæknis“ í 4. mgr. komi: Atvinnuleysistryggingasjóðs.
    Við 8. gr.
         
    
    Í stað orðanna „55 bótadaga“ í 4. og 5. tölul. komi: 40 bótadaga.
         
    
    Í stað síðari málsliðar 6. tölul. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Stjórn sjóðsins er heimilt að setja reglur um að þeir sem hætta námi fyrir lok námsannar skuli undir sérstökum kringumstæðum eiga bótarétt. Reglur þessar skulu hljóta staðfestingu ráðherra.
         
    
    7. tölul. orðist svo: Þeir sem reynt hafa að afla bóta með athæfi er greinir í V. kafla.
    Við 9. gr.
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Sjóðfélagi, sem öðlast bótarétt samkvæmt lögum þessum, á rétt á bótum frá og með fyrsta skráningardegi.
         
    
    2. mgr. falli brott.
    Við 10. gr. 4. mgr. falli brott.
    Við 11. gr.
         
    
    Í stað 1. og 2. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Hámarksbætur atvinnuleysistrygginga skulu nema 2.433 kr. á dag. Lágmarksbætur eru ¼ hluti sömu fjárhæðar. Fjárhæð hámarksbóta kemur til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Þó er félagsmálaráðherra heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, að breyta bótafjárhæð ef verulegar breytingar verða á launaþróun og þjóðhagsforsendum frá afgreiðslu fjárlaga eða ef sýnt þykir að ekki sé fyrir hendi nægilegt fé í sjóðnum til þess að mæta skuldbindingum hans.
         
    
    Í stað orðanna „skv. 1. og 2. mgr.“ í 3. mgr. komi: skv. 1. mgr.
         
    
    Í stað orðanna „Tryggingasjóður einyrkja“ í 4. mgr. komi: sjóðurinn.
    Við 12. gr. Í stað orðanna „skv. 3. mgr. 11. gr.“ í 4. mgr. komi: skv. 2. mgr. 11. gr.
    Við 13. gr. Í stað orðanna „Tryggingasjóðs einyrkja“ komi: sjóðsins.
    Við 14. gr. Í stað orðanna „Tryggingasjóðs einyrkja“ í 3. mgr. komi: sjóðsins.
    Við 17. gr. Greinin orðist svo:
                  Bjóðist hinum atvinnulausa starf sem að starfshlutfalli er minna en bótaréttur hans segir til um skal úthlutunarnefnd meta með hliðsjón af möguleikum hans á fullu starfi hvort honum sé eftir atvikum rétt eða skylt að taka því hlutastarfi sem í boði er.
    Við 19. gr.
         
    
    Orðið „vísvitandi“ í 1. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „sviksamlegu athæfi“ í 3. mgr. komi: því að gefa rangar eða villandi upplýsingar eða leyna upplýsingum um hagi sína.
    Við 20. gr.
         
    
    1. mgr. falli brott.
         
    
    Fyrirsögn greinarinnar verði: Sviksamlegt athæfi við öflun bóta.    
    Við 21. gr.
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Stjórn sjóðsins skal skipa úthlutunarnefnd til fjögurra ára í senn. Bændasamtök Íslands, Landssamband smábátaeigenda, Landssamband vörubifreiðastjóra og önnur starfsgreinasamtök sem öðlast aðild að sjóðnum skulu tilnefna einn nefndarmann hver, þó þannig að séu fleiri en ein starfsgreinasamtök í sömu deild sjóðsins skulu þau sameiginlega tilnefna einn nefndarmann. Félagsmálaráðherra tilnefnir tvo nefndarmenn, þar af formann. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt og aðalmenn.
         
    
    3. mgr. orðist svo:
                            Þóknun úthlutunarnefndar greiðist úr sjóðnum samkvæmt ákvörðun sjóðstjórnar, svo og kostnaður sem af starfi nefndarinnar leiðir.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Úthlutunarnefnd ákveður fyrirkomulag á afgreiðslu bóta.
    Við 22. gr.
         
    
    Í stað orðanna „tveggja vikna“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: þriggja mánaða.
         
    
    Í stað orðanna „Tryggingasjóðs einyrkja“ í 1. og 3. mgr. komi: sjóðsins.
    Við 23. gr.
         
    
    Í stað orðanna „Tryggingasjóðs einyrkja“ í inngangsmálsgrein komi: sjóðsins.
         
    
    Orðin „Tryggingasjóðs einyrkja“ í 1. tölul. falli brott.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Hver starfsgrein skal njóta bóta úr sinni deild og tekjur sjóðsins frá hverri starfsgrein, sbr. 1. tölul. 1. mgr., renna til viðkomandi deildar. Halda skal fjárhag deildanna aðskildum.
    Við 24. gr.
         
    
    Í stað orðanna „Tryggingasjóðs einyrkja“ komi: sjóðsins.
         
    
    Við greinina bætist fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:    
                            Eftir hver áramót skal stjórn sjóðsins gefa ráðherra ítarlega skýrslu um hag og starfsemi sjóðsins á liðnu ári og skal fylgja henni endurskoðaður ársreikningur. Stjórnin skal árlega gera fjárhagsáætlun fyrir sjóðinn.
                            Minnst tíu hundraðshluta árlegra tekna sjóðsins samkvæmt lögum um tryggingagjald skal leggja í varasjóð hverrar deildar þar til hann nemur eins árs útgreiðslu bóta miðað við síðastliðið ár. Eftir þann tíma skulu að jafnaði vera fjármunir í varasjóði sem duga til eins árs útgreiðslu bóta úr viðkomandi deild miðað við greiðslur úr honum á síðastliðnum þremur árum. Óheimilt er að ráðstafa úr varasjóði nema að fengnu samþykki ráðherra.
                            Ef sýnt þykir að deildir sjóðsins geti ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt lögum þessum skal stjórn sjóðsins gera tillögu til ráðherra um hertar úthlutunarreglur, um skerðingu bóta og/eða um hækkun á tekjum viðkomandi deildar.
                            Kostnaður af rekstri sjóðsins greiðist af tekjum deilda hans.
    Við 26. gr. Í stað orðanna „Tryggingasjóðs einyrkja“ komi: sjóðsins.
    Fyrirsögn VII. kafla orðist svo: Tekjur sjóðsins og fjárreiður.
    Á undan 27. gr. komi ný grein, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Aðgreining sjóða.

                  Hafi einstaklingur starfað sjálfstætt í einni þeirra starfsgreina sem falla undir gildissvið þessara laga á síðustu tólf mánuðum áður en hann sækir um bætur úr sjóðnum en jafnframt starfað sem launþegi, sbr. 2. mgr. 12. gr., skal hann eiga rétt til bóta úr sjóðnum, enda eigi hann ekki rétt til hærri bótafjárhæðar úr Atvinnuleysistryggingasjóði einum sér. Að öðrum kosti fer um rétt viðkomandi til bóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar.
    Við 28. gr. (er verði 29. gr.). Í stað orðanna „Tryggingasjóði einyrkja“ í 1. og 2. mgr. komi: sjóðnum.
    Við ákvæði til bráðabirgða I.
         
    
    Í stað orðanna „Tryggingasjóði einyrkja“ í fyrri málslið komi: deildum Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga.
         
    
    Á eftir orðunum „tryggingagjaldi sjóðfélaga“ í síðari málslið komi: í viðkomandi deild.
         
    
    Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Öðlist samtök nýrra starfsgreina aðild að sjóðnum skal á sama hátt og greinir í 1. mgr. greiða framlag úr Atvinnuleysistryggingasjóði til deilda hans. Vinnumálastofnun skal sjá um útreikning framlagsins og skal það að jafnaði miðast við 18 mánaða tímabil áður en viðkomandi starfsgreinasamtök öðlast aðild að sjóðnum.
    Við ákvæði til bráðabirgða II. Eftirfarandi breytingar verði á 1. mgr.:
         
    
    Í stað orðanna „Þeir einyrkjar“ komi: Þeir sjálfstætt starfandi einstaklingar.
         
    
    Í stað orðanna „Tryggingasjóðs einyrkja“ komi: Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga.
    Á eftir ákvæði til bráðabirgða III komi nýtt ákvæði, IV, svohljóðandi:
                  Aðrar starfsgreinar sjálfstætt starfandi einstaklinga en bændur, vörubifreiðastjórar og smábátaeigendur geta öðlast aðild að sjóðnum, að fengnu samþykki ráðherra, óski samtök þeirra þess. Áður en ráðherra afgreiðir umsókn um aðild að sjóðnum skal hann leita umsagna stjórna Atvinnuleysistryggingasjóðs og Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga.
    Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga.