Ferill 214. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 214 . mál.


824. Breytingartillögur



við frv. til l. um endurskoðendur.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við 1. gr. Í stað 1. og 2. mgr. komi ný málsgrein sem orðist svo:
                  Með endurskoðanda er í lögum þessum átt við þann sem hefur þekkingu til að gefa hlutlaust og áreiðanlegt álit á reikningsskilum og öðrum fjárhagsupplýsingum til notkunar í viðskiptum, ráðherra hefur löggilt til endurskoðunarstarfa og fullnægir að öðru leyti skilyrðum laga þessara.
    Við 2. gr.
         
    
    2. tölul. 1. mgr. orðist svo: hefur ekki orðið að sæta því að bú hans sé tekið til gjaldþrotaskipta, sbr. þó 2. mgr.
         
    
    7. tölul. falli brott.
         
    
    Í stað orðsins „endurskoðunarkjörsviði“ í 3. mgr. komi: reikningshalds- og endurskoðunarkjörsviði.
    Við 4. gr. Við 1. mgr. bætist tveir nýir málsliðir sem orðist svo: Fjármálaráðherra skal að fengnum tillögum prófnefndar skv. 3. gr. setja reglugerð um endurmenntunarnámskeið fyrir endurskoðendur. Skal þar m.a. kveðið á um lágmarksendurmenntun, námskeiðsgreinar, gjaldtöku og annað er að framkvæmd námskeiða lýtur.
    Við 7. gr.
         
    
    Í stað orðanna „bagar ekki“ í 1. mgr. komi: hefur ekki áhrif á.
         
    
    Við bætist tvær nýjar málsgreinar sem orðist svo:
                            Endurskoðanda er óheimilt að gefa til kynna að hann sé endurskoðandi hjá fyrirtæki eða stofnun sem hann er vanhæfur til að endurskoða, sbr. 9. gr.
                            Endurskoðanda er ávallt frjálst að leggja inn réttindi sín og skal þá vátryggingarskylda skv. 10. gr. falla niður. Hafi endurskoðandi lagt inn réttindi sín er honum óheimilt að taka að sér störf sem endurskoðandi, sbr. 1. mgr.
    Við 9. gr.
         
    
    Orðið „arðgefandi“ í 2. mgr. falli brott.
         
    
    Við 3. mgr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Endurskoðendaráð getur veitt undanþágu frá þessari reglu.
    Við 10. gr. Greinin falli brott.
    Við 11. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 1. mgr.:
         
    
    Í stað orðanna „einföldu gáleysi“ komi: gáleysi.
         
    
    Við bætist nýr málsliður er orðist svo: Tryggingarskyldan fellur niður ef endurskoðandi leggur inn réttindi sín, sbr. 6. mgr. 7. gr.
    Við 13. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Ráðherra skipar þrjá menn í endurskoðendaráð til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara.
    Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Ákvæði 4. gr. um endurnýjun löggildingar og viðhald menntunar skulu einnig gilda um þá endurskoðendur sem öðlast hafa löggildingu fyrir gildistöku laga þessara.