Ferill 404. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 404 . mál.


965. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 2/1995, um hlutafélög.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Ögmund Þormóðsson frá viðskiptaráðuneyti. Þá bárust umsagnir um málið frá laganefnd Lögmannafélags Íslands, Samtökum iðnaðarins og Verslunarráði Íslands. Laganefnd LMFÍ gerir athugasemdir við ákvæði b–liðar 10. gr. frumvarpsins um að ef um misræmi er að ræða milli þess sem skráð er hjá hlutafélagaskrá og þess sem birt er í Lögbirtingablaði geti félagið ekki borið hinn birta texta fyrir sig gagnvart þriðja manni. Þetta ákvæði 10. gr. er til samræmis við 6. mgr. 3. gr. 1. félagaréttartilskipunarinnar sem er hluti EES-samningsins. Sambærilegt ákvæði er í dönsku hlutafélagalögunum sem íslensku lögin byggjast að mestum hluta á.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 17. apríl 1997.



Ágúst Einarsson,

Valgerður Sverrisdóttir.

Steingrímur J. Sigfússon.


varaform., frsm.



Pétur H. Blöndal.

Sólveig Pétursdóttir.

Einar Oddur Kristjánsson.



Þóra Sverrisdóttir.