Ferill 115. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 115 . mál.


970. Nefndarálit



um frv. til l. um sjóvarnir.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hermann Guðjónsson, forstjóra Siglingastofnunar Íslands. Þá hefur nefndin farið yfir umsagnir sem bárust um málið á 120. þingi frá Hafnasambandi sveitarfélaga, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Vita- og hafnamálastofnun.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem lagðar er til á sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
    Lögð er til sú breyting á 2. gr. að í stað þess að samgönguráðherra skipi sérstaka matsnefnd um sjóvarnir, sem starfi sem sjálfstæð ráðgjafarnefnd á vegum Siglingastofnunar, skuli hafnaráð, sem starfar samkvæmt lögum um Siglingastofnun Íslands, vera stofnuninni til ráðgjafar við mat á sjóvörnum. Til samræmis við þessa breytingu eru gerðar nokkrar breytingar á 4. og 9. gr.
    Þá er lagt til, með hliðsjón af framkomnum athugasemdum, að í stað þess að sveitarfélög sjái um innheimtu á hlut landeigenda í kostnaði við sjóvarnir komi það í hlut Siglingastofnunar að annast slíka innheimtu.
    Loks er lögð til breyting á 13. gr. um gildistöku frumvarpsins og miðast hún við 1. janúar 1998.
    Kristín Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.
    Magnús Stefánsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 16. apríl 1997.



Einar K. Guðfinnsson,

Stefán Guðmundsson.

Egill Jónsson.


form., frsm.



Kristján Pálsson.

Árni Johnsen.

Ragnar Arnalds.



Guðmundur Árni Stefánsson.

Ásta R. Jóhannesdóttir.