Ferill 480. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 480 . mál.


1047. Nefndarálit



um till. til þál. um samþykkt á breytingum og viðbótum við I. viðauka við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um efni tillögunnar og fengið á sinn fund Sigríði Snævarr, Kristin F. Árnason og Martin Eyjólfsson frá utanríkisráðuneytinu. Er gert ráð fyrir því að samræmdar heilbrigðisreglur ESB í viðskiptum með dýr og dýraafurðir, sem tóku gildi 1. janúar 1997, gildi einnig á Evrópska efnahagssvæðinu. Ísland tekur einungis upp þær gerðir sem varða fisk og fiskafurðir en undanþága varðandi lifandi dýr og dýraafurðir helst óbreytt. Meginreglan verður sú að heilbrigðiseftirlit fer einungis fram á sendingarstað. Heilbrigðiseftirlit og gjaldtaka við innflutning frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins eru samræmd og fela í sér aukið eftirlit og hærri gjaldtöku. Tillaga þessi tengist 476. máli, frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 93 20. nóvember 1992, um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 28. apríl 1997.



Geir H. Haarde,

Össur Skarphéðinsson.

Siv Friðleifsdóttir.


form., frsm.



Tómas Ingi Olrich.

Árni R. Árnason.

Kristín Ástgeirsdóttir.



Svavar Gestsson.

Árni M. Mathiesen.

Hjálmar Árnason.