Ferill 343. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 343 . mál.


1048. Nefndarálit



um till. til þál. um könnun á veiðiþoli beitukóngs.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og farið yfir umsagnir um hana sem nefndinni bárust frá Hafrannsóknastofnuninni, Íslenskum sjávarafurðum hf., Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Útflutningsráði.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt og leggur áherslu á að nytsamar upplýsingar úr greinargerð með tillögunni verði hafðar til hliðsjónar við úttektina.
    Guðný Guðbjörnsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 29. apríl 1997.



Steingrímur J. Sigfússon,

Guðmundur Hallvarðsson.

Stefán Guðmundsson.


form., frsm.



Einar Oddur Kristjánsson.

Vilhjálmur Egilsson.

Árni R. Árnason.



Lúðvík Bergvinsson.

Hjálmar Árnason.

Sighvatur Björgvinsson.