Ferill 258. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 258 . mál.


1057. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, o.fl. (innheimta sekta og punktakerfi vegna umferðarlagabrota).

Frá allsherjarnefnd.



    Við 2. gr.
         
    
    Í stað orðsins „tvær“ í inngangsmálsgrein komi: þrjár.
         
    
    Við bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Lagagrundvöllur vararefsingarinnar og lengd varðhaldsins skulu tilgreind í lögreglustjórasátt og skal sakborningur gangast skriflega undir vararefsinguna ásamt öðrum viðurlögum.
    Við 3. gr.
         
    
    Orðin „og reglugerðum“ í 1. málsl. 1. efnismgr. falli brott.
         
    
    Orðin „reglugerða eða“ í 2. efnismgr. falli brott.
    Við 4. gr. Í stað orðsins „umferðarlagabrot“ í lokamálslið efnismálsgreinar komi: brot.
    Við 5. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 115. gr. laganna:
         
    
    Í stað 1. og 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Nú berst lögreglustjóra kæra um brot sem hann hefur ákæruvald um skv. 28. gr. eða lögregla stendur mann að slíku broti og lögreglustjóri telur viðurlög við brotinu ekki fara fram úr sviptingu ökuleyfis allt að einu ári, upptöku eigna eða sekt að tiltekinni fjárhæð sem dómsmálaráðherra ákveður í reglugerð að fenginni tillögu ríkissaksóknara, og getur lögreglustjóri þá bréflega, innan mánaðar frá því honum barst kæran, gefið sakborningi kost á að ljúka málinu með því að gangast undir hæfileg viðurlög ásamt greiðslu sakarkostnaðar. Gangist sakborningur undir ákvörðun viðurlaga hafa þau málalok sama gildi um ítrekunaráhrif og dómur, ef því er að skipta. Synji sakborningur þessum málalokum eða sinni þeim ekki skal tekin ákvörðun um saksókn eftir almennum reglum.
         
    
    Í stað orðanna „2. mgr.“ í 3. mgr. kemur: 1. mgr.
         
    
    Orðin „og 2.“ í fyrri málslið 4. mgr. falla brott.
         
    
    Í stað orðanna „2. mgr.“ í síðari málslið 4. mgr. kemur: 1. mgr.