Ferill 233. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 233 . mál.


1059. Breytingartillögur



við frv. til l. um vörumerki.

Frá iðnaðarnefnd.



    Við 16. gr. Greinin orðist svo:
                  Vörumerki skal skrá í ákveðinn flokk eða flokka vöru og þjónustu. Óheimilt er að skrá merki fyrir heilan flokk eða flokka án tilgreiningar á þeirri vöru eða þjónustu sem merki óskast skráð fyrir.
                  Greiningu í vöru- og þjónustuflokka ákveður ráðherra og auglýsir.
    Við 22. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Niðurstaða úrskurðar skv. 3. og 4. mgr. skal birt í ELS-tíðindum.
    Við 32. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Vörumerki sem eru afmáð, sbr. 1. mgr., skal birta í ELS-tíðindum.
    Við 43. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „að bæta tjón það sem af hefur hlotist“ í niðurlagi 1. mgr. komi: að greiða hæfilegt endurgjald fyrir hagnýtingu vörumerkis og skaðabætur fyrir annað tjón sem af broti hans hefur hlotist.
         
    
    Síðari málsliður 2. mgr. orðist svo: Endurgjaldið má þó aldrei vera hærra en ætla má að nemi hagnaði hans af brotinu.
    Við 67. gr. Í stað orðanna „1. janúar 1997“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: 1. júní 1997.