Hægt er að sækja Word Perfect útgáfu af skjalinu, sjá upplýsingar um uppsetningu á Netscape fyrir Word Perfect skjöl.

1996--97. -- 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. -- 554 . mál.


1079. Nefndarálit


um till. til þál. um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 1997.

Frá utanríkismálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið á sinn fund Árna Kolbeinsson, ráðuneytisstjóra sjávarútvegsráðuneytisins, og Jóhann Sigurjónsson sendiherra.
    Fiskveiðisamningur þessi tekur til veiða á loðnu, kolmunna, makríl og síld úr öðrum stofnun en þeim norsk-íslenska. Færeyingum verður heimilt að veiða 30 þús. lestir af loðnu á Íslandsmiðum líkt og í fyrra en nú gefst þeim kostur á að nýta alla veiðiheimildina á vorvertíð. Í samningnum er ákvæði um gagnkvæmar veiðar á kolmunna sem vonast er til að hvetji til veiða á tegundinni. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) hefur heldur dregið úr kolmunnaveiðum Færeyinga á svæðinu umhverfis Færeyjar síðustu ár. Þeir veiddu um 80 þús. lestir árið 1986 en á árinu 1991 dró verulega úr veiðunum og voru þær þá um 10 þús. lestir. Veiðin hefur aukist aftur á síðustu árum og árið 1995 námu veiðarnar um 26 þús. lestum. Þá er heimild í samningnum fyrir veiðum Íslendinga á 1.000 lestum af makríl og 2.000 lestum af síld, annarri en norsk-íslenskri, innan færeyskrar lögsögu. Samkvæmt gögnum ICES hafa Færeyingar stóraukið makrílveiðar á svæðinu umhverfis eyjarnar á undanförnum árum. Árið 1989 voru veiddar ríflega 1.200 lestir af makríl en veiðar voru nær engar þar áður. Á árinu 1994 voru veiddar rúmlega 6.200 lestir.
    Rétt er að minna á að Íslendingar og Færeyingar hafa gert fleiri samninga um fiskveiðar. Á haustþingi var staðfest samkomulag landanna frá 14. desember 1996 um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1997 (248. mál) en það kveður á um að aflahlutdeild Íslendinga skuli vera 233 þús. lestir og Færeyinga 82 þús. lestir af síld. Ákvæði eru um gagnkvæman rétt til veiða í efnahagslögsögu landanna. Um heimildir Færeyinga til botnfiskveiða við Ísland fer eftir samningi landanna frá árinu 1976 og hefur verið ákveðið að þær nemi 5.000 lestum á árinu 1997. Meðfylgjandi er yfirlit sjávarútvegsráðuneytisins um botnfiskveiðiheimildir Færeyinga 1983--1996.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 28. apríl 1997.


Geir H. Haarde,
Össur Skarphéðinsson.
Árni R. Árnason.

form., frsm.


Tómas Ingi Olrich.
Kristín Ástgeirsdóttir.
Siv Friðleifsdóttir.


Hjálmar Árnason.
Svavar Gestsson.
Árni M. Mathiesen.




Fylgiskjal.





Sjávarútvegsráðuneytið:

Veiðiheimildir Færeyinga 1983--1996.

    Í samningi frá 29. mars 1976, um heimildir Færeyinga til fiskveiða við Ísland, var Færeyingum veitt heimild til veiða á 17 þús. lestum af botnfiski við Ísland. Af þessu magni mátti þorskur ekki fara yfir 8 þús. lestir.
    Í janúar 1979 var leyfilegur þorskafli lækkaður í 6 þús. lestir, en heildarafli hélst óbreyttur.
    Í mars 1984 var sú breyting gerð að íslensk stjórnvöld skyldu ákveða heildarafla færeyskra skipa ár hvert. Sú ákvörðun skyldi gerð að höfðu samráði við landstjórn Færeyja og með tilliti til ástands viðkomandi fiskstofna og annarra aðstæðna sem máli skipta fyrir báða aðila. Var heildaraflinn ákveðinn 8.500 lestir fyrir árið 1984 og þar af skyldi þorskur ekki vera meiri en 2 þús. lestir. Heildaraflinn og þorskafli var síðan óbreyttur 1985 og 1986.
    Árið 1987 var heildaraflinn hækkaður í 9 þús. lestir og þar af skyldi þorskur ekki fara yfir 2 þús. lestir.
    Árið 1988 var heildaraflinn hækkaður í 11 þús. lestir. Þorskaflinn var óbreyttur eða 2 þús. lestir og sérstakar takmarkanir voru settar á lúðuveiðar og skyldi lúðuafli ekki vera meiri en 250 lestir.
    Árið 1991 var heildaraflinn lækkaður í 9 þús. lestir. Þorskafli í 1.500 lestir en lúðuafli hækkaður í 450 lestir.
    Árið 1992 var heildarafli síðan lækkaður í 6.500 lestir. Þorskafli í 1 þús. lestir en lúðuafli var óbreyttur eða 450 lestir. Í staðinn fengu íslensk skip að veiða 1 þús. lestir af makríl og 2 þús. lestir af síld í færeyskri lögsögu. Aflasamsetning færeyskra skipa á veiðum við Ísland var sem hér segir á árunum 1983--1992:




1983
1984
1985
1986
1987
1988
1989
1990
1991
1992





Þorskur    5.626 2.041 2.408 2.574 1.848 1.966 2.012 1.782 1.340 883
Ýsa        1.743 707 1.180 945 1.043 797 606 603 733 757
Keila/langa    5.566 2.839 2.475 2.528 3.295 4.376 4.522 3.903 3.053 2.414
Ufsi    2.158 2.044 1.878 2.291 2.140 2.596 2.246 2.905 2.675 1.570
Annað    2.041 910 531 416 775 1.080 1.564 1.534 813 494
Lúða*    - - - - - - 97 276 424 386
Samtals
     17.1348.541 8.472 8.754 9.101 10.815 11.047 11.003 9.038 6.504




*Lúðuafli miðast eingöngu við afla þeirra báta, sem hafa sérstakt leyfi til lúðuveiða.

    Síðan heildarafli færeyskra skipa var lækkaður 1984 hafa aðeins línu- og færabátar stundað veiðar hér við land, en fyrir þann tíma voru hér einnig togarar.
    Árið 1993 voru heildarveiðiheimildir lækkaðar í 6 þús. lestir, þorskafli í 700 lestir og lúðuafli í 400 lestir. Íslensk skip fengu heimild til veiða á 2 þús. lestum af síld og 1 þús. lestum af makríl. Aðeins 16 línuskipum, þar með talin lúðuskip, var heimilt að stunda veiðar samtímis.
    Árið 1994 var óbreytt frá 1993.

    Á árinu 1995 var heildaraflinn lækkaður í 5.000 lestir af botnfiski. Þorskafli takmarkaðist við 700 lestir, lúðuafli við 200 lestir, grálúðuafli við 100 lestir og keiluafli við 1.000 lestir. Í október var fallist á að keila hækkaði í 1.100 lestir en grálúðuafli lækkaði samsvarandi.
    Á árinu 1996 var heildarkvótinn áfram 5.000 lestir. Þorskafli takmarkaðist áfram við 700 lestir, lúðuafli við 200 lestir, keiluafli við 1.500 lestir og engar grálúðuveiðar voru heimilar.
    Aflasamsetning færeyskra skipa á veiðum við Ísland var eftirfarandi á árunum 1993-- 1996:




1993
1994
1995
1996






    Þorskur
    658 739 719 703
     Ýsa    745 901 764 639
    Keila/langa    1.853 1.842 1.621 1.669
     Ufsi    1.562 960 1.184 801
         Grálúða    166 912 16 0
         Karfi    448 204 331 290
        Lúða
    358 390 203 127
         Annað    85 89 88 78
        
         Samtals     5.875 6.037 4.926 4.307