Ferill 90. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 90 . mál.


1083. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, með síðari breytingum.

Frá félagsmálanefnd.



    Við bætist ný grein, 1. gr., svohljóðandi:
                  Í stað orðanna „10 klukkustunda“ í 1. mgr. 52. gr. laganna kemur: 11 klukkustunda.
    Við 2. gr.
         
    
    Síðari málsliður a-liðar 2. efnismgr. orðist svo: Sá sem ræður börn sem ekki hafa náð 13 ára aldri skal afla leyfis frá Vinnueftirliti ríkisins áður en til ráðningar kemur.
         
    
    Orðin „og í samræmi við reglur sem ráðherra setur að fengnum tillögum stjórnar Vinnueftirlits ríkisins“ í b-lið 2. efnismgr. falli brott.
         
    
    3. málsl. c-liðar 2. efnismgr. falli brott.     
    Við 4. gr.
         
    
    Í stað orðsins „talin“ í a-lið 1. efnismgr. komi: líklega.
         
    
    Í stað orðanna „getur valdið“ í b-lið 1. efnismgr. komi: líklega veldur.
         
    
    E-liður 1. efnismgr. orðist svo: Vinnu sem felur í sér hættu fyrir heilsu þeirra vegna óvenjumikils kulda, hita, hávaða eða titrings.
         
    
    Síðari málsliður 2. efnismgr. falli brott.
    Síðari málsliður 3. efnismgr. 5. gr., 4. efnismgr. 6. gr., 5. efnismgr. 7. gr. og lokamálsliður 10. gr. falli brott.
    Við 8. gr.
         
    
    Í stað orðanna „Heimilt er í óviðráðanlegum tilvikum sem atvinnurekandi fær ekki stjórnað“ í fyrri málslið efnismálsgreinar komi: Í óviðráðanlegum tilvikum (force majeure) sem atvinnurekandi fær ekki stjórnað er heimilt.
         
    
    Síðari málsliður efnismálsgreinar falli brott.
    Á eftir 10. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Við lögin bætist ný grein, 63. gr. f, er orðast svo:
                  Ráðherra skal að fengnum tillögum stjórnar Vinnueftirlits ríkisins setja nánari reglur um leyfisveitingar skv. a-lið 2. mgr. 60. gr., heimild til að ráða börn 14 ára og eldri til vinnu sem er hluti af fræðilegu eða verklegu námsfyrirkomulagi skv. b-lið 2. mgr. 60. gr., hvað teljist störf af léttara tagi og við hvaða skilyrði þau skuli unnin skv. c-lið 2. mgr. 60. gr., skilyrði og takmörk vegna frávika skv. 3. mgr. 63. gr., frávik skv. 2. og 3. mgr. 63. gr. a og 2.–4. mgr. 63. gr. b og um framkvæmd 62. gr., 63. gr. c og 63. gr. e.