Ferill 436. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 436 . mál.


1095. Breytingartillögur


við frv. til l. um breyt. á l. nr. 63/1970, um skipan opinberra framkvæmda, og l. nr. 52/1987, um opinber innkaup, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Við 1. gr. Á eftir orðinu „Nái“ í a-lið komi: áætlað.
    Við 6. gr. Greinin orðist svo:
            Á 10. gr. laganna verða eftirtaldar breytingar:
         
    
    Á eftir orðinu „vörum“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: og þjónustu.
         
    
    2. tölul. 1. mgr. orðast svo: 137.537 ECU vegna innkaupa á vörum á vegum Ríkiskaupa eða annarra stofnana í eigu ríkisins sem fengið hafa heimild skv. 3. gr. til að bjóða út enda sé ekki um að ræða stofnanir sem falla undir 3. og 4. tölul. Fjárhæð viðmiðunarmarka í ECU samkvæmt þessum lið breytist í samræmi við breytingar á gengi ECU gagnvart SDR, í fyrsta skipti 1. janúar 1998.
         
    
    4. tölul. 1. mgr. orðast svo: 600.000 ECU ef innkaupin eru gerð af Pósti og síma hf. eða öðrum sambærilegum stofnunum eða fyrirtækjum sem reka fjarskiptakerfi eða veita almenna upplýsingaþjónustu.
         
    
    3. mgr. orðast svo:
                            Við mat á verðmæti innkaupa skal miða við það gengi sem auglýst hefur verið af Eftirlitsstofnun EFTA og í gildi var þann dag sem auglýsing skv. 12. gr. var send til birtingar.
    Við 7. gr.
         
    
    Í stað 4. og 5. málsl. 2. mgr. a-liðar komi nýr málsliður sem orðist svo: Verslunarráð Íslands skal tilnefna einn aðalmann og varamann hans.
         
    
    Við 6. málsl. 2. mgr. a-liðar bætist: nema verið sé að fjalla um mál er varða útboð á vegum sveitarfélaga, þá skal Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefna þá.
         
    
    Við a-lið bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Fjármálaráðherra setur nefndinni starfsreglur.
         
    
    4. mgr. b-liðar falli brott.
         
    
    3. mgr. c-liðar orðist svo:
                            Úrskurðir kærunefndar útboðsmála skulu liggja fyrir innan átta vikna frá málskoti. Þeir eru aðfararhæfir.
         
    
    Orðin „áður en tilboð frá bjóðanda hefur verið samþykkt“ í 1. mgr. f-liðar falli brott.