Ferill 61. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 61 . mál.


1097. Nefndarálit


um frv. til l. um breyt. á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið. Hafa henni borist umsagnir frá Sýslumannafélagi Íslands, Slysavarnafélagi Íslands, Vegagerðinni, landlækni, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Heimili og skóla, lögreglustjóranum í Reykjavík og Umferðarráði.
    Á 116. löggjafarþingi var með 22. gr. laga nr. 44/1993 sett í 72. gr. a umferðarlaga heimild fyrir dómsmálaráðherra til að setja reglur um notkun hlífðarhjálma við hjólreiðar. Ráðherra hefur til þessa ekki nýtt heimildina.
    Hvetur allsherjarnefnd til þess að ráðherra nýti sér þá heimild sem nú er til staðar í lögum og setji, til reynslu í tvö ár, reglur um notkun hlífðarhjálma við hjólreiðar. Að reynslutímanum loknum verði málinu vísað til Alþingis til frekari ákvörðunar.
    Leggur nefndin til að málinu verði vísað til ríkisstjórnar.
    Árni R. Árnason og Kristján Pálsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 6. maí 1997.


Sólveig Pétursdóttir,

Valgerður Sverrisdóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir.

form. frsm.


Hjálmar Jónsson.

Ögmundur Jónasson.

Jón Kristjánsson.


Guðný Guðbjörnsdóttir.