Ferill 476. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 476 . mál.


1112. Nefndarálit


um frv. til l. um breyt. á l. nr. 93, 20. nóvember 1992, um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra.

Frá sjávarútvegsnefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Árna Kolbeinsson og Jón B. Jónasson frá sjávarútvegsráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Samtökum fiskvinnslustöðva, Seyðisfjarðarkaupstað og yfirdýralækni.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldum

BREYTINGUM:


    Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 4. mgr. d-liðar B-liðar:
         
    
    Í stað orðsins „Sjávarútvegsráðuneytinu“ í fyrri málslið komi: Sjávarútvegsráðherra.
         
    
    Síðari málsliður orðist svo: Gjaldið skal þó aldrei vera hærra en sem nemur raunverulegum kostnaði við eftirlitið.
    Við 4. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. nóvember 1997.

    Fyrri breytingartillagan snýr að ákvæði sem mælir fyrir um heimild ráðherra til að hækka eftirlitsgjald vegna landamæraeftirlits þegar í hlut eiga aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins. Nefndinni þykir rétt að rýmka heimild ráðherra til að ákvarða hugsanlega hækkun gjaldsins, þó þannig að það geti aldrei numið hærri fjárhæð en sem nemur raunverulegum kostnaði við eftirlitið. Breytingartillaga við 4. gr. lýtur að því að miða gildistöku laganna við 1. nóvember í stað 1. júlí þar sem Evrópusambandið hefur lýst því yfir að ekki verði hægt að ganga frá málinu af þess hálfu fyrr en í haust.
    Sighvatur Björgvinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 7. maí 1997.


Steingrímur J. Sigfússon,

Árni R. Árnason.

Stefán Guðmundsson.

form., frsm.


Vilhjálmur Egilsson.

Lúðvík Bergvinsson.

Hjálmar Árnason.


Einar Oddur Kristjánsson.

Guðmundur Hallvarðsson.