Ferill 116. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 116 . mál.


1146. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um kosningar til Alþingis, nr. 80/1987, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf W. Stefánsson frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og Bjarna Sigtryggsson frá utanríkisráðuneytinu. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hagstofu Íslands og utanríkisráðuneytinu.
    Frumvarpið felur í sér tillögu um breytingar á kosningalögum sem auðvelda eiga Íslendingum sem búa erlendis að kjósa utan kjörfundar. Telur nefndin æskilegt að stuðlað sé að því að sem flestir þessara aðila geti nýtt kosningarrétt sinn. Í máli fulltrúa dómsmálaráðuneytisins kom fram að í ráðuneytinu væri nú unnið að breytingum á kosningalöggjöfinni og yrði frumvarp þess efnis lagt fram á Alþingi næsta haust. Mælist nefndin til þess að efnisatriði þessa frumvarps verði tekin inn í þá endurskoðun.
    Nefndin leggur til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnar.

Alþingi, 9. maí 1997.



Sólveig Pétursdóttir,

Valgerður Sverrisdóttir.

Hjálmar Jónsson.


form., frsm.



Jón Kristjánsson.

Guðný Guðbjörnsdóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir.



Árni R. Árnason.

Ögmundur Jónasson.

Kristján Pálsson.