Ferill 517. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 517 . mál.


1156. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um erfðafjárskatt, nr. 83/1984, með síðari breytingum.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið. Umsögn um málið barst frá Öryrkjabandalaginu. Í lögum um erfðafjárskatt er kveðið á um að af arfi sem fellur til þess hjóna sem lifir hitt, svo og arfi sambýlisfólks sem gert hefur erfðaská, skuli ekki greiða erfðafjárskatt. Jafnframt er áréttað í lögunum að í erfðaskrá skuli stöðu sambýlismanns ótvírætt getið.     Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra geti ákveðið að sömu reglur gildi um annars konar sambúðarform ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi. Með annars konar sambúðarformi er átt við að sameiginlegt heimilishald hafi átt sér stað um langan tíma. Ljóst er hins vegar að til þess að heimilt verði að fella niður erfðafjárskatt við slíkar aðstæður hjá aðilum sem lögum samkvæmt njóta erfðaréttar er ekki nægjanlegt að um sameiginlegt heimilishald hafi verið að ræða heldur þurfa mjög sérstakar aðstæður að auki að koma til. Nefndin leggur til að fastar verði kveðið að orði en gert er í frumvarpinu þar sem sérstakar aðstæður eru skilgreindar sem sjúkleiki, varanleg örorka eða aðrar sambærilegar aðstæður. Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi

BREYTINGU:

    Í stað orðanna „svo sem sjúkleiki, varanleg örorka“ í fyrri efnismálslið 1. gr. komi: svo sem varanleg örorka, alvarleg veikindi.

Alþingi, 6. maí 1997.



Kristín Ástgeirsdóttir,

Siv Friðleifsdóttir.

Arnbjörg Sveinsdóttir.


form., frsm.



Einar K. Guðfinnsson.

Magnús Stefánsson.

Pétur H. Blöndal.



Bryndís Hlöðversdóttir.

Kristján Pálsson.

Rannveig Guðmundsdóttir.