Ferill 447. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 447 . mál.


1165. Nefndarálit



um till. til þál. um átaksverkefni til eflingar iðnaði sem nýtir ál við framleiðslu sína.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið umsagnir frá Útflutningsráði Íslands, Íslenska álfélaginu hf., Samtökum iðnaðarins, Sambandi iðnmenntaskóla og verkfræðideild Háskóla Íslands.
    Verkfræðideild Háskólans fagnar efni tillögunnar og bendir á mikilvægi þess að auka rannsóknir á þessu sviði. Samtök iðnaðarins benda á þann möguleika að í stað þess að efna til sérstaks átaks eins og tillagan gerir ráð fyrir verði frekar efnt til samstarfs við þau fyrirtæki íslensk sem þegar nýta ál í framleiðslu sinni, með sérstöku verkefni undir merkjum Átaks til atvinnusköpunar um frekari úrvinnslu á áli. Nefndin telur þetta réttmæta ábendingu og telur að orðalag tillögugreinarinnar komi ekki í veg fyrir að þessi leið verði valin. Þá vekur nefndin athygli á því að nefnd á vegum iðnaðarráðuneytisins vinnur að úttekt á úrvinnslu áls og annarra léttmálma og kann efni þessarar ályktunar að falla saman við þá vinnu.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 7. maí 1997.



Stefán Guðmundsson,

Guðjón Guðmundsson.

Svavar Gestsson.


form., frsm.



Sigríður A. Þórðardóttir.

Sighvatur Björgvinsson.

Árni R. Árnason.



Pétur H. Blöndal.

Hjálmar Árnason.

Jóhanna Sigurðardóttir.