Ferill 550. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 550 . mál.


1183. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Indriða H. Þorláksson, Bergþór Magnússon og Hermann Jónasson frá fjármálaráðuneyti. Þá bárust umsagnir um málið frá Verslunarráði Íslands, Samtökum iðnaðarins, Félagi sérleyfishafa, Samtökum landflutningamanna, Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra, Landssambandi vörubifreiðastjóra og Bílgreinasambandinu.
    Við umfjöllun um málið í nefndinni kom fram að ekki er þörf á að hækka hámarksfjárhæð bifreiðagjalds jafnmikið og frumvarpið gerir ráð fyrir til að mæta tekjutapi ríkissjóðs vegna þeirrar lækkunar á vörugjaldi af ökutækjum sem lögð er til á þingskjali 907 og nefndin mælir með að verði samþykkt.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:



    Við 1. gr. Í stað „32.000 kr.“ komi: 26.750 kr.

Alþingi, 12. maí 1997.



Vilhjálmur Egilsson,

Ágúst Einarsson.

Valgerður Sverrisdóttir.


form., frsm.



Sólveig Pétursdóttir.

Steingrímur J. Sigfússon.

Pétur H. Blöndal.



Einar Oddur Kristjánsson.

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ólafur Þ. Þórðarson.