Ferill 424. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 424 . mál.


1195. Breytingartillögur



við frv. til l. um Lánasjóð landbúnaðarins.

Frá meiri hluta landbúnaðarnefndar (GÁ, GuðjG, MS, SJóh, HjálmJ, ÁMM).



    Við 1. gr. Við bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sjóðurinn telst lánastofnun í skilningi laga nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, og gilda þau lög um starfsemi hans nema annað sé boðið í lögum þessum. Honum verður ekki gert að starfa í formi hlutafélags.
    Við 2. gr. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í því skyni er sjóðnum heimilt að afla sér fjár með útgáfu og sölu á skuldabréfum og öðrum endurgreiðanlegum skuldaviðurkenningum til almennings.
    Við 4. gr. D-liður orðist svo: að undirrita ársreikninga sem staðfestir skulu af ráðherra.
    Við 5. gr. Í stað orðanna „í afskriftarsjóð“ í f-lið komi: á afskriftareikning.
    Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                  Tekjur Lánasjóðs landbúnaðarins eru vaxtatekjur, þjónustugjöld og tekjur af búnaðargjaldi.
    Við 7. gr. Á eftir e-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: til annarrar atvinnustarfsemi í sveitum.
    Við 10. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 1. mgr.:
         
    
    1. málsl. falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „en 5–12 ár til vélakaupa, bústofnskaupa og annars þess sem hefur skemmri endingu“ í 2. málsl. komi: en lán til vélakaupa, bústofnskaupa og annars þess sem hefur skemmri endingu til allt að 12 ára.
    Við 11. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 1. mgr.:
         
    
    Á eftir orðinu „skal“ í fyrri málslið komi: leitast við að.
         
    
    Í stað orðanna „greiða niður“ í síðari málslið komi: lækka.
    Á eftir 11. gr. komi ný grein, er verði 12. gr., svohljóðandi:
                  Bankaeftirlit Seðlabanka Íslands skal hafa eftirlit með að starfsemi Lánasjóðs landbúnaðarins sé í samræmi við ákvæði laga þessara og reglna settra samkvæmt þeim. Um eftirlitið gilda ákvæði VI. kafla laga nr. 123/1993 eftir því sem við getur átt.
    Við 12. gr., er verði 13. gr.
         
    
    Fyrri málsliður 1. mgr. orðist svo: Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 1998.
         
    
    Í stað orðsins „Jafnframt“ í síðari málslið 1. mgr. komi: 1. janúar 1998.
         
    
    Á eftir orðinu „eignum“ í 2. mgr. komi: réttindum.
         
    
    Við 2. mgr. bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ekki skal gefin út innköllun til lánardrottna Stofnlánadeildar landbúnaðarins við yfirtökuna. Allir starfsmenn Stofnlánadeildar landbúnaðarins skulu eiga rétt á sambærilegu starfi hjá Lánasjóði landbúnaðarins við stofnun hans.
         
    
    Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            1. júní 1997 breytast lög nr. 45/1971 þannig að í stað hlutfallstölunnar „1%“ í 3. og 4. tölul. 1. mgr. 4. gr. þeirra laga komi: 0,4%.
    Ákvæði til bráðabirgða falli brott.