Ferill 377. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 377 . mál.


1202. Nefndarálit



um till. til þál. um stefnumótun í menntunarmálum í landbúnaði.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og hafa henni borist umsagnir um það frá Búnaðarsambandi Austurlands, Búnaðarsambandi Kjalarnesþings, Búnaðarsambandi Vestfjarða, Bændasamtökum Íslands, Landgræðslu ríkisins, Neytendasamtökunum og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:



    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að skipa nefnd til að vinna að stefnumótun í menntunarmálum landbúnaðarins.
    Nefndin kanni sérstaklega hvernig skipulagi á sérhæfðri menntun í landbúnaði sé best komið fyrir innan skólakerfisins, rannsaki menntunarstig í landbúnaði, athugi skipulag endurmenntunar, fjalli um hvernig sérskólar landbúnaðarins eigi að tengjast öðru skóla-starfi og skoði tengsl rannsókna í landbúnaði við skólastarf.

Alþingi, 12. maí 1997.



Guðni Ágústsson,

Egill Jónsson.

Ágúst Einarsson.


form., frsm.



Magnús Stefánsson.

Guðjón Guðmundsson.

Sigríður Jóhannesdóttir.



Lúðvík Bergvinsson.

Hjálmar Jónsson.

Árni M. Mathiesen.