Ferill 363. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 363 . mál.


1223. Nefndarálit



um till. til þál. um eflingu íþróttastarfs.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og hafa henni borist umsagnir frá menntamálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélagi Íslands og Íþróttasambandi Íslands.
    Felur tillagan í sér að skipuð verði sjö manna nefnd til að gera tillögur um að efla íþróttahreyfinguna og um samskipti ríkisvalds og annarra opinberra aðila við hreyfinguna og stuðning við íþróttastarfið í landinu.
    Menntamálanefnd telur mikilvægt að skilningur þjóðarinnar á gildi líkamsræktar og hollra lífshátta verði aukinn og að hvetja eigi landsmenn til iðkunar íþrótta auk þess sem brýnt er að stuðla að eflingu árangurs íslensks afreksfólks á alþjóðavettvangi.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar.

Alþingi, 12. maí 1997.



Sigríður A. Þórðardóttir,

Hjálmar Árnason.

Svanfríður Jónasdóttir.


form., frsm.



Tómas Ingi Olrich.

Ólafur Örn Haraldsson.

Guðný Guðbjörnsdóttir.



Guðmundur Hallvarðsson.

Sigríður Jóhannesdóttir.