Ferill 445. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 445 . mál.


1273. Breytingartillögur



við frv. til l. um heimild til samninga um álbræðslu á Grundartanga.

Frá meiri hluta iðnaðarnefndar (StG, GuðjG, ÁRÁ, SAÞ, HjÁ, PHB, SighB, JóhS).



    Á eftir 2. gr. komi ný grein með fyrirsögninni Verksmiðjulóðin, svohljóðandi:
                  Ríkisstjórninni er heimilt að láta flytja núverandi veg af fyrirhugaðri verksmiðjulóð, sbr. 2. gr., í samræmi við skipulag á svæðinu.
    Við 4. gr. (er verði 5. gr.) bætist ný málsgrein svohljóðandi:
                  Hvalfjarðarstrandarhreppi og Skilmannahreppi er heimilt, þrátt fyrir ákvæði byggingarlaga, að stofna sjálfstæða, sameiginlega byggingarnefnd til þess að fjalla um öll byggingarmál álvers á Grundartanga, svo og allt byggingareftirlit meðan á framkvæmdum stendur. Byggingarnefndinni er heimilt að ráða sérstakan byggingarfulltrúa meðan á framkvæmdum stendur en að öðru leyti skal fara að ákvæðum byggingarlaga.
    Við 5. gr. (er verði 6. gr.). Í stað orðanna „0,85% af verðmæti bygginga, athafnasvæðis og mannvirkja eins og það er nánar skilgreint og um samið í samningum sem gerðir eru innan ramma þessara laga“ í 6. tölul. 1. mgr. komi: 0,75% af 2.393 millj. kr., sem er áætlað verðmæti bygginga, athafnasvæðis og mannvirkja sem þarf til um 60 þús. lesta álframleiðslu á ári, miðað við byggingarvísitölu 1. desember 1996 (217,8 stig). Fasteignaskattur skal lagður á og innheimtur fyrir sérhvert ár á grundvelli álagningarstofnsins svo sem hann er framreiknaður samkvæmt byggingarvísitölu desembermánaðar næstliðins árs. Hann skal lagður á í fyrsta sinn 1. janúar næsta ár eftir gangsetningu álbræðslunnar.