Ferill 608. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 608 . mál.


1326. Nefndarálit



um till. til þál. um aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með fíkniefni og skynvilluefni og um fullgildingu samnings um þvætti, leit, hald og upptöku ávinnings af afbrotum.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna. 19. febrúar 1997 samþykkti Alþingi breytingu á lögum vegna samninga þessara. Var þá breytt almennum hegningarlögum, áfengislögum, lögum um ávana- og fíkniefni, tollalögum, lögum um alþjóðlega samvinnu um fullnustu refsidóma og lyfjalögum.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 15. maí 1997.



Geir H. Haarde,

Margrét Frímannsdóttir.

Siv Friðleifsdóttir.


form., frsm.



Kristín Ástgeirsdóttir.

Árni R. Árnason.

Össur Skarphéðinsson.



Vilhjálmur Egilsson.

Ólafur Örn Haraldsson.

Árni M. Mathiesen.