Ferill 523. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 523 . mál.


1341. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 6/1986, um afréttamálefni, fjallskil o.fl., með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Við bætist ný grein er verði 1. gr. og orðist svo:
    Við 33. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.

Greinargerð.


    Í 33. gr. laganna er fjallað um ágang búfjár. Er þar gert ráð fyrir að sveitarstjórn beri að láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda. Alloft hefur það gerst í slíkum tilvikum að erfitt hefur reynst að fá sveitarstjórn til að framfylgja þessari lagaskyldu. Því er hér lagt til að lögreglustjóra beri að sjá um slíka smölun ef sveitarstjórn sinnir ekki skyldu sinni.