Þingmennskuafsal Jóns Baldvins Hannibalssonar

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 13:33:27 (3002)

1998-01-27 13:33:27# 122. lþ. 52.92 fundur 173#B þingmennskuafsal Jóns Baldvins Hannibalssonar#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[13:33]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Á síðasta fundi Alþingis fyrir jól, 20. desember, tilkynnti ég að mér hefði þá borist bréf frá hv. þm. Jóni Baldvini Hannibalssyni. Bréfið hljóðar svo:

,,Þar sem ég hef verið skipaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum frá næstu áramótum afsala ég mér þingmennsku frá sama tíma.``

Samkvæmt þessu bréfi tekur 1. vþm. Alþfl. í Reykjavíkurkjördæmi, Ásta B. Þorsteinsdóttir, nú fast sæti á Alþingi og býð ég hana velkomna til starfa. Hún verður 15. þm. Reykv. en Össur Skarphéðinsson verður 9. þm. Reykv.