Matarskattur á sjúklinga

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 13:39:30 (3010)

1998-01-27 13:39:30# 122. lþ. 52.1 fundur 163#B matarskattur á sjúklinga# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[13:39]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Fróðlegt væri að fá skoðun hæstv. forsrh. á því hvort sjúklingar séu sérstaklega aflögufærir í dag. Þessi ríkisstjórn hefur hælt sér af lækkun skatta á almenning. Telur hæstv. forsrh. tillögur eins og þær sem eru nú til afgreiðslu eðlilegar? Þó þær séu á undirbúningsstigi eru þær langt komnar í umræðunni í nefndinni og virðast nánast komnar á afgreiðslustig. Er hann sammála því að þetta sé fólkið sem er aflögufært í samfélaginu?