Endurgreiðsla sérfræðikostnaðar

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 13:44:35 (3015)

1998-01-27 13:44:35# 122. lþ. 52.1 fundur 164#B endurgreiðsla sérfræðikostnaðar# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[13:44]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki skipt um skoðun frá því að ég talaði hér fyrir nokkrum vikum síðan. Þá voru allir samningar í hnút. Nú er jákvæðari tónn í samningunum og sl. hálfan mánuð hafa þessi mál gengið betur. Semja þarf um 17 sérfræðigreinar og það tekur mjög langan tíma.

Áhrif kjarasamninga eru alls ekki ljós á þessari stundu en eins og ég sagði áðan liggur frv. um almannatryggingar fyrir eftir nokkra daga verði það afgreitt úr þingflokkum Sjálfstfl. og Framsfl.