Kjaradeila sérfræðinga sem starfa utan sjúkrahúsa

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 13:49:18 (3019)

1998-01-27 13:49:18# 122. lþ. 52.1 fundur 165#B kjaradeila sérfræðinga sem starfa utan sjúkrahúsa# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[13:49]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Það er ekki hægt að ræða einstaka þætti samninganna en það er rétt sem kom fram hjá hv. þm. áðan að læknar hafa gert geysimiklar kröfur og langt umfram það sem almennt hefur gerst í þjóðfélaginu. Auðvitað hafa samningar strandað þess vegna. Ég hélt satt að segja að það gleddi þingheim að hér lægi fyrir frv. um breytingar á almannatryggingalöggjöfinni þess eðlis að sjúklingar fái endurgreitt, þegar samningar eru í höfn, þann hluta sem almannatryggingakerfið hefur greitt hingað til samkvæmt þeim samningum sem Tryggingastofnun og Læknafélag Reykjavíkur hafa haft með sér frá 7. mars 1996.