Mengun frá Sellafield

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 14:11:08 (3037)

1998-01-27 14:11:08# 122. lþ. 52.1 fundur 168#B mengun frá Sellafield# (óundirbúin fsp.), HG
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[14:11]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég vil aðeins bæta því við að hjá ráðamönnum í Bretlandi og Frakklandi er annað hljóð í strokknum eftir stjórnarskipti sem þar urðu ekki fyrir löngu síðan. Þeir líta rekstur endurvinnslustöðvanna og þá hættu sem af þeim stafar varðandi losun öðrum augum. Á blað er komin tillaga til umræðu og undirbúnings varðandi hugsanlega samþykkt á ráðherrafundinum í júní nk. Ég tel brýnt að Ísland láti til sín heyra í þessum efnum og ég teldi við hæfi að Alþingi ályktaði fljótlega um þessi mál. Ég mun beita mér fyrir því að þetta verði rætt í umhvn. þingsins og þar verði athugað hvort ekki sé rétt að taka á málinu þannig að Alþingi leggi í þetta púkk svipað og þegar við mótmæltum harðlega endurvinnslustöðinni Thorp 1993, með samþykkt hér á Alþingi 17. desember það ár.