Almannatryggingar

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 18:09:13 (3089)

1998-01-27 18:09:13# 122. lþ. 52.8 fundur 348. mál: #A almannatryggingar# (lögheimilisskilyrði, slysatrygging sjómanna o.fl.) frv., heilbrrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[18:09]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Eiginlega er allt hætt að koma manni á óvart en það má lengi reyna. En um það sem hv. þm. Guðrún Helgadóttir sagði áðan, um rugling á lagagreinum og talaði um 9. gr. laganna, þá er mjög algengt að hafa þetta einmitt svona þegar verið er að breyta löngum lagabálkum til að rugla ekki númerum. Þetta er því viðtekin venja.

Hér er verið að tala um víðtækar réttarbætur til Íslendinga sem dvelja erlendis um lengri eða skemmri tíma. Það er náttúrlega það sem skiptir máli í þessu frv. Og að menn skuli velta sér upp úr því að 2. gr., sem þegar er orðin að lögum, skuli ekki vera tekin út úr frv. er mjög einkennilegt, því að ef menn lesa grg. með 2. gr. þá geta þeir lesið sér það til, að þetta er samhljóma, nákvæmlega samhljóma.